Fyrsta skiptið

Ertu að koma í fyrsta skiptið?

Hér að neðan eru hagnýtar upplýsingar fyrir þá sem eru að koma í fyrsta sinn til okkar.

Fyrsti tíminn

Fyrsti tíminn er frábrugðinn öðrum tímum. Í honum förum við yfir ástæður þess að viðkomandi leitar sér aðstoðar. Byrjað er á því að fá upplýsingar um einstaklinginn og líðan hans. Lagðir eru fyrir spurningalista, svo kallaðir skimunarlistar sem hannaðir eru til þess að greina hugsanlegan vanda. Farið er yfir þær niðurstöður í upphafi annars tíma og framhald ákveðið í sameiningu.

Meðferðartímar

Hver tími er 50 mínútur. Tímarnir eru einstaklingsmiðaðir og taka mið að þeim vanda sem verið er að vinna með. Meðferðin byggir á samstarfi sálfræðings og skjólstæðings.

Á milli tíma

Einstaklingar vinna heimavinnu á milli meðferðatíma. Sú heimavinna er ákveðin í sameiningu og er mismunandi eftir eðli mála.

Verð á tíma

Verð á tíma er kr. 25.000,-. Mörg stéttarfélög og fyrirtæki styrkja einstaklinga sem leita sér sálfræðiþjónustu.

Afbókanir

Ef einstaklingur getur ekki nýtt tímann sinn þarf hann að afbóka hann deginum áður. Það er gert með því að hringja eða senda tölvupóst ( esa@esa.is eða 510-6500 )

Sálfræðiþjónusta

Panta tíma